Málþing 2013

Laugardaginn 5. október 2013 verður haldið málþingið „Hvað tefur þig bróðir?“, um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur og verk hennar. Málþingið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit og hefst kl. 13.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Jakobína-a net

Fundarstjóri: Benedikt Sigurðarson

Dagskrá:

Sigurjón Jóhannesson – Konan að baki kvæðunum.

Erna Erlingsdóttir – Höfundur á skökkum stað? Jakobína og bókmenntasagan.

Harpa Barkardóttir – Ávarp frá leshópi.

Hlé – 10 mínútur

Jenný Lára Arnórsdóttir – Leiklestur: „Vegurinn upp á fjallið“.

Aurora Borealis – Tónlistarflutningur: „Heimtur“. Hópurinn flytur tónlist sem Ingibjörg Guðlaugsdóttir, dótturdóttir skáldkonunnar, samdi við ljóð Jakobínu. Í hópnum eru Margrét Hrafnsdóttir, sópransöngkona, Ólöf Sigursveinsdóttir, sellóleikari og Ave Kara Toinos, harmónikkuleikari.

Hlé – 30 mínútur.  Kaffi og veitingar til sölu.

Jenný Lára Arnórsdóttir – Leiklestur: „Maður uppi í staur“.

Ásta Kristín Benediktsdóttir – Langsjal eða loðkápa? Um frásagnaraðferð í verkum Jakobínu.

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir – „… hitað af mæðranna glóð“.

Dagskrárlok eru áætluð kl. 17.

 

Veitingar

Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð á Sel – Hótel Mývatni áður en dagskráin hefst.

Í hléi verða kaffiveitingar til sölu í Skjólbrekku. Verð kr. 1000 fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Ath! Ekki er posi á staðnum og því eru gestir hvattir til að koma með reiðufé.

Um kvöldið geta áhugasamir málþingsgestir borðað saman kvöldverð á Sel – Hótel Mývatni. Skráning í kvöldmat í síma 8681860 eða á netfanginu astakben hjá gmail.com.

Staðsetning

Skjólbrekka er félagsheimili Mývetninga og stendur í landi Skútustaða. Staðsetningu má sjá á korti hér.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s